Bakvörðurinn ungi og efnilegi Dagur Kár Jónsson verður ekki með Stjörnunni í kvöld þegar liðið heimsækir Fjölni í Grafarvoginn í Iceland Express deild karla. Dagur hefur verið að vekja verðskuldaða athygli með Garðbæingum þetta tímabilið.
Dagur er tognaður á fingri og verður því ekki með og meiðslasagan heldur því áfram í Garðabænum en Stjarnan hefur saknað Jovans Zdravevski nánast allt tímabilið sökum meiðsla.