Í kvöld fer fram heil umferð í Iceland Express deild kvenna og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15. Viðureign Hamars og Keflavíkur var frestað í gær sökum veðurs og var leikurinn færður yfir á kvöldið í kvöld sem og slagur FSu og ÍG í 1. deild karla. Umferðin sem hefst í kvennaboltanum í kvöld er sú sextánda í röðinni en þetta tímabilið er leikin fjórföld umferð, alls 28 leikir áður en blásið verður til fjögurra liða úrslitakeppni.
Leikir kvöldsins í IEX-deild kvenna, kl. 19:15:
Valur-Fjölnir
Haukar-Snæfell
KR-Njarðvík
Hamar-Keflavík
Eins og fyrr greinir þá er einnig einn leikur í 1. deild karla þegar FSu tekur á móti ÍG kl. 20:00 í Iðu á Selfossi. Drengjaflokkur ÍA fær svo Breiðablik í heimsókn kl. 19:00 og Keflavík og Haukar mætast kl. 20:30 í bikarkeppninni í 9. flokki stúlkna.
Staðan í Iceland Express deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Sti m/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Keflavík | 15 | 12 | 3 | 24 | 1183/1051 | 78.9/70.1 | 8/0 | 4/3 | 84.4/67.9 | 72.6/72.6 | 3/2 | 8/2 | 2 | 8 | -2 | 1/0 |
2. | Njarðvík | 15 | 11 | 4 | 22 | 1259/1118 | 83.9/74.5 | 5/3 | 6/1 | 82.8/72.3 | 85.3/77.1 | 4/1 | 8/2 | 2 | 1 | 4 | 2/0 |
3. (1) | KR | 15 | 9 | 6 | 18 | 1119/1029 | 74.6/68.6 | 4/3 | 5/3 | 76.4/70.3 | 73.0/67.1 | 3/2 | 4/6 | 1 | -1 | 1 | 1/2 |
4. (-1) | Haukar | 15 | 8 | 7 | 16 | 1115/1092 | 74.3/72.8 | 3/4 | 5/3 | 74.3/73.7 | 74.4/72.0 | 2/3 | 7/3 | -1 | 1 | -1 | 0/3 |
5. | Snæfell |
|