Undanúrslit 2. deildar karla voru leikin í dag, en aðeins þurfti að vinna einn leik til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.
Þróttur lagði Leikni örugglega í Ljónagryfjunni og í Kennó höfðu deildarmeistarar Ármanns betur gegn Snæfell.
Það verða því Ármann og Þróttur sem mætast í úrslitaeinvígi deildarinnar, þar sem að það lið sem fyrr vinnur tvo leiki mun taka sæti ÍA í fyrstu deildinni á næsta tímabili.
Fyrsti leikur úrslita er komandi sunnudag 3. apríl í Kennó.
Úrslit:
Þróttur 92 – 58 Leiknir
Ármann 104 – 81 Snæfell