Í kvöld hefst ellefta umferðin í Iceland Express deild karla með fjórum leikjum og að sjálfsögðu rúlla þeir allir tímanlega af stað eða á slaginu 19:15. Viðureign kvöldsins er vafalítið slagur Stjörnunnar og Grindavíkur, liðin í 1. og 2. sæti deildarinnar.
Leikir kvöldsins í IEX-deild karla:
Njarðvík-Tindastóll (í beinni á Tindastóll TV)
Þór Þorlákshöfn-Haukar
Stjarnan-Grindavík
Keflavík-Fjölnir
Stjarnan getur í kvöld með sigri jafnað Grindavík á toppi deildarinnar en gulir hafa þar 18 stig en Garðbæingar 16 stig í 2. sætinu.
Elleftu umferðinni lýkur svo annað kvöld með tveimur leikjum þegar Snæfell tekur á móti botnliði Vals og Reykjavíkurfélögin KR og ÍR mætast í DHL-Höllinni í vesturbænum.