Grindavík vann uppgjör toppliðanna í Iceland Express deild karla í kvöld og hefur því náð fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar. Tindastóll vann góðan útisigur í Njarðvík, Keflavík lagði Fjölni og Þór Þorlákshöfn hafði betur gegn Haukum.
Úrslit kvöldsins:
Stjarnan 67-75 Grindavík
Giordan Watson splæsti í þrennu fyrir Grindvíkinga með 19 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 15 stig og 5 stoðsendingar.
Njarðvík 85-93 Tindastóll
Curtis Allen gerði 21 stig og tók 8 fráköst í liði Stólanna. Hjá Njarðvík voru Cameron Echols og Travis Holmes báðir með 21 stig.
Keflavík 96-81 Fjölnir
Jarryd Cole gerði 34 stig og tók 18 fráköst í liði Keflavíkur. Hjá Fjölni var Nathan Walkup með 38 stig og 11 fráköst.
Þór Þorlákshöfn 82-76 Haukar
Matthew Hairston gerði 30 stig og tók 17 fráköst í liði Þórsara. Hjá Haukum var Hayward Fain með 32 stig og 13 fráköst.
Nánar síðar…