spot_img
HomeFréttirMBC á toppi Pro A deildarinnar

MBC á toppi Pro A deildarinnar

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði fimm stig um helgina þegar Mitteldeutcher BC styrkti stöðu sína á toppi þýsku Pro A deildarinnar sem er næstefsta deildin í Þýskalandi. 
BV Chemintz 83-94 Mitteldeutcher BC
Hörður Axel Vilhjálmsson var í byrjunarliði MBC og lék í rúmar 24 mínútur í leiknum og skoraði fimm stig. Hörður var einnig með 5 fráköst í leiknum og 4 stoðsendingar.
 
Næsti leikur MBC í deildinni er þann 22. janúar næstkomandi þegar USH Heidelberg kemur í heimsókn. Sá leikur er í 19. umferð deildarinnar en alls eru leiknar 30 umferðir í Pro A deildinni.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -