spot_img
HomeFréttirAleek Pauline nýjasta viðbót Haukamanna

Aleek Pauline nýjasta viðbót Haukamanna

Haukar hafa bætt við sig þriðja erlenda leikmanninum til að styrkja sig fyrir síðari hluta Iceland Express deildarinnar en Haukar leika gegn Snæfelli á fimmtudaginn.

Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Aleek Pauline og kemur frá Norfolk State University. Pauline er 24 ára og spilar stöðu leikstjórnanda og á hans loka ári hjá NSU var hann með tæp 9 stig að meðaltali í leik, rúmar 5 stoðsendingar og 4 fráköst.
 
Pauline kom til landsins í gær og mætti á sína fyrstu æfingu í gærkvöldi. 
Fréttir
- Auglýsing -