Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Miami Heat skelltu San Antonio Spurs 120-98. Heat stóðu undir nafni í síðari hálfleik þegar þeir létu 71 stigi rigna yfir gesti sína frá Texasfylki.
LeBron James fór mikinn í liði Miami með 33 stig og 10 stoðsendingar en hjá Spurs kom Danny Green með 20 stig af bekknum. Bæði lið léku án sterkra leikmanna í nótt, Spurs enn án Manu Ginobili og Heat án Dwyane Wade sökum ökklameiðsla.
Önnur úrslit næturinnar:
Orlando 96-89 Charlotte
Cleveland 95-105 Golden State
Chicago 118-97 Phoenix
Milwaukee 95-105 Denver
Houston 97-80 Detroit
Utah 108-79 LA Clippers
(Utah hefur unnið 16 heimaleiki í röð gegn Clippers!)
Mynd/ LeBron James fór fyrir Heat gegn Spurs í nótt.
nonni@karfan.is