Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þar sem Sundsvall Dragons töpuðu sínum öðrum leik í röð er þeir lágu gegn Uppsala en Helgi Magnússon og félagar í 08 Stockholm áttu ekki í teljandi vandræðum með botnlið ecoÖrebro.
08 Stockholm 104-79 ecoÖrebro
Helgi Magnússon gerði 10 stig í liði 08 Stockholm en hann tók einnig 5 fráköst og var með 6 stoðsendingar í leiknum.
Uppsala Basket 103-86 Sundsvall Dragons
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall með 23 stig og 2 stoðsendingar. Hlynur Bæringsson bætti við 15 stigum, 13 fráköstum og 3 stoðsendingum en meistarar Sundsvall léku án Pavels sem er meiddur og enn óljóst hversu lengi hann verður frá. Tapið í gær var annar tapleikur Sundsvall í röð.
Þá hafa Drekarnir bætt við sig leikmanni frá Makedóníu í ljósi meiðsla hjá liðinu en sá heitir Nenad Zivcevic.
Staðan í deildinni
Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma /- i rad | Borta /- i rad | JM |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | LF Basket | 22 | 14 | 8 | 28 | 1922/1783 | 87.4/81.0 | 9/3 | 5/5 | 89.8/82.2 | 84.5/79.7 | 2/3 | 6/4 | 1 | 1 | -2 | 1/3 |
2. | Dragons | 24 | 14 | 10 | 28 | 2088/1990 | 87.0/82.9 | 10/2 | 4/8 | 89.3/80.1 | 84.8/85.8 | 3/2 | 5/5 | -2 | -1 | -1 | 1/3 |
3. | Borås | 23 | 14 | 9 | 28 | 2134/2076 | 92.8/90.3 | 7/4 | 7/5 | 93.2/87.1 | 92.4/93.2 | 2/3 | 5/5 | -2 | -1 | -1 | 2/1 |
4. | Kings | 22 | 13 | 9 | 26 | 1832/1734 | 83.3/78.8 | 9/2 | 4/7 | 87.5/77.5 | 79.1/80.1 | 4/1 | 8/2 | -1 |
|