Kvennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin í Iceland Express deild kvenna. Shanika Butler hefur gengið til liðs við Keflavíkurstúlkur og vonandi mun hún styrkja liðið enn frekar fyrir komandi baráttu í bikarkeppninni og Íslandsmótinu. Frá þessu er greint á www.keflavik.is
Shanika Butler hefur síðustu fjögur tímabil spilað með háskólaliði Little Rock Arkansas; UALR Trojans með góðum árangri. Hún var m.a. valin varnarmaður ársins í Sun Belt deildinni á síðasta tímabili, en Shanika skoraði að meðaltali 7,6 stig í leik á síðasta tímabili, hirti 4,4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Önnur Butler er fyrir í liði Keflavíkur eins og eftirnafnið gefur til kynna en hún er einmitt náskyld frænka nýja leikmannsins og því fjölskylduendurfundir framundan í Keflavíkinni. Butler hin nýja verður með Keflavík gegn Valskonum í kvöld.
www.keflavik.is