Heil umferð fór fram í kvöld í Iceland Express deild karla og var það tólfta umferðin og tímabilið því rétt rúmlega hálfnað. Slagur kvöldsins fór fram í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ þar sem topplið Grindavíkur heimsótti Keflavík í hjartastyrkjandi slag. Charles Parker fékk tækifæri til að gera út um leikinn
Úrslit kvöldsins
Keflavík 85–86 Grindavík
J´Nathan Bullock fór mikinn í liði Grindavíkur með 33 stig og 19 fráköst og þeir Jóhann Árni Ólafsson og Giordan Watson bættu báðir við 15 stigum. Hjá Keflavík var Magnús Þór Gunnarsson með 27 stig og Charles Parker bætti við 24 stigum en hann tók lokaskotið fyrir Keflavík sem geigaði að þessu sinni.
ÍR 107–97 Fjölnir
Nemanja Sovic og Robert Jarvis gerðu báðir 28 stig í liði ÍR í kvöld og James Bartolotta bætti við 21 stigi. Hjá Fjölni var Calvin O´Neal með 28 stig og 7 stoðsendingar og Nathan Walkup bætti við 24 stigum og 8 fráköstum.
Njarðvík 98–67 Valur
Travis Holmes gerði 29 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Njarðvíkinga og Cameron Echols bætti við 22 stigum og 10 fráköstum. Hjá Valsmönnum var Ragnar Gylfason stigahæstur með 23 stig og 5 stoðsendingar og Garrison Johnson gerði 17 stig.
Snæfell 80–70 Haukar
Quincy Hankins-Cole gerði 18 stig og tók 12 fráköst í liði Snæfells og Marquis Hall bætti við 15 stigum. Hjá gestunum úr Hafnarfirði var Christopher Smith með 22 stig og 13 fráköst og Haukur Óskarsson gerði 15 stig.
Þór Þorlákshöfn 73–80 KR
Joshua Brown gerði 22 stig og tók 7 fráköst í liði KR og Hreggviður Magnússon bætti við 17 stigum. Hjá Þórsurum var Matthew Hairston með 21 stig og 7 fráköst og Guðmundur Jónsson bætti við 14 stigum.
Stjarnan 85–88 Tindastóll (framlengt)
Keith Cothran fékk lokaskot fyrir Stjörnuna til að jafna en það geigaði og TIndastóll fagnaði sigri.
Nánar síðar…