spot_img
HomeFréttirSovic: Jákvæður og bjartsýnn á framhaldið

Sovic: Jákvæður og bjartsýnn á framhaldið

Nemanja Sovic fór mikinn í liði ÍR í kvöld og skellti niður 28 stigum í 107-97 sigri ÍR gegn Fjölni í Iceland Express deild karla. Sovic kvaðst bæði jákvæður og bjartsýnn á framhaldið hjá ÍR-ingum.
,,Ég held að við höfum tekið nokkur framfaraskref síðan í leiknum gegn KR enda vill enginn dvelja of lengi við þann leik. Við stefndum að því að snúa við blaðinu í kvöld og það tókst,“ sagði Sovic í samtali við Karfan.is eftir leik.
 
,,Við breyttum vörninni okkar í kvöld enda hafði þess vörn okkar virkað vel gegn Fjölni fyrr á leiktíðinni enda hefst þetta allt í vörninni, við erum fullmeðvitaðir um það.“
 
Aðspurður hvort hann telji að ÍR geti blandað sér í baráttuna um titilinn ef þeir ná að slípa varnarleik sinn ennfrekar sagði Sovic:
 
,,Já, við verðum samt að frákasta betur og leika heilt yfir af meiri krafti en við höfum reynslu og hæfileika og ég tel okkur geta náð langt. Oftast er ÍR seint á ferðinni með sitt besta form en ég er bara jákvæður og bjartsýnn á framhaldið.“
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -