spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar á sigurbraut með sigri gegn botnliði Vals

Njarðvíkingar á sigurbraut með sigri gegn botnliði Vals

Njarðvík og Valur mættust í kvöld í Ljónagryfjunni. Fyrir leikinn hafði Njarðvík tapað seinustu fjórum leikjum sínum í Iceland Express deildinni en Valur var enn án sigurs.
Leikurinn byrjaði með smá látum þar sem bæði lið ætluðu að selja sig dýrt þar sem mikið var í húfi. Igor Tratnik opnaði stigareikninginn fyrir Val sem byrjuðu betur og höfðu yfirhöndina fyrstu 7 mínúturnar í leiknum. Njarðvík voru að hitta illa úr opnum skotum í byrjun leiks á meðan Valur voru setja öll skot sín niður en Valur klikkaði aðeins úr tveimur skotum í öllum leikhlutanum 7/9 í tveggja og 7/7 í vítum. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 23-21 fyrir Njarðvík þökk sé frábærri mínutu frá Travis Holmes sem skoraði 9 stig á rétt rúmri mínútu í lok leikhlutans.
 
Valsmenn hefðu vel getað verið vel yfir en mikið af klaufalegum mistökum varð þeim að falli en þeir voru með 9 tapaða bolta á móti einum frá Njarðvík í leikhlutanum. Njarðvíkingar komu mun ákveðnari í annan leikhluta og spiluðu fína pressuvörn sem Valur átti í miklum erfiðleikum með sem skiluðu þeim oftar en ekki auðveldum körfum. Valur reyndi einnig að pressa eftir skoraða körfu en Njarðvíkingar leystu hana oftast með ágætum. Hálfleikstölur 51-35.
 
Bestu menn fyrri hálfleiks hjá Njarðvík voru Travis 13 stig, 3stolna og 3 fráköst, Cameron 10 stig, 3 fráköst og 2 stolna og Elvar 11 stig og 2 stolna. Hjá Val Igor með 10 stig og 9 fráköst Ragnar Gylfa með 4 stig og 5 stoðsendingar
 
Seinni hálfleikur var nokkuð jafn hjá liðunum sem skiptu með sér körfum, bæði lið reyndu að pressa efir skoraða körfu og koma smá stemmningu í leikinn sem hefði mátt vera meiri en á tímabili mátti heyra saumnál falla í húsinu. Leikurinn varð frekar daufur þegar leið á seinni hálfleikinn þegar Valsmenn sáu að þeir voru ekki að fara minnka muninn enn frekar. Það sem varð Valsmönnum að falli í þessum leik voru tapaðir boltar alls 28 sem skiluðu Njarðvíkingum auðveldum körfum. Leikurinn var aldrei spennandi og öruggur Njarðvíkursigur í höfn. Lokatölur 98-76.
 
Óli Ragnar ( 5stig, 5stoð og 3 fráköst á 15mín) átti góða innkomu hjá Njarðvík í kvöld sem og Rúnar Ingi en bestu menn Njarðvíkinga í leiknum voru Travis Holmes með 29 stig 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Cameron Echols 22 stig og 10 fráköst.
 
Hjá Valsmönnum var Ragnar Gylfason yfirburðarmaður með 23 stig, 5 stoð, og 4 fráköst en einnig átti Igor Tratnik fínan leik með 14 stig og 16 fráköst.
 
Heildarskor:
 
Njarðvík: Travis Holmes 29/6 fráköst, Cameron Echols 22/10 fráköst, Elvar Már Friðriksson 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Óli Ragnar Alexandersson 5/5 stoðsendingar, Oddur Birnir Pétursson 4, Styrmir Gauti Fjeldsted 4, Maciej Stanislav Baginski 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Hjörtur Hrafn Einarsson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0.
 
Valur: Ragnar Gylfason 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Garrison Johnson 17, Igor Tratnik 14/16 fráköst/3 varin skot, Hamid Dicko 6, Kristinn Ólafsson 6, Birgir Björn Pétursson 5/7 fráköst, Benedikt Blöndal 5, Austin Magnus Bracey 0, Alexander Dungal 0, Ágúst Hilmar Dearborn 0.
 
Mynd/ www.vf.is Travis Holmes í baráttunni gegn Valsmönnum í Ljónagryfjunni í kvöld.   
Fréttir
- Auglýsing -