Tveir stórleikir fara fram í Poweradebikarkeppninni í kvöld, í karlaflokki mætast þá KR og Snæfell í lokaleik 8-liða úrslitanna og í kvennaflokki mætast Njarðvík og Keflavík í lokaleik 8-liða úrslita.
Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 en KR tekur á móti Snæfell í DHL-Höllinni og Njarðvík tekur á móti Keflavík í Ljónagryfjunni. Þau lið sem detta út úr bikarnum í kvöld af fjórum ofangreindum þurfa ekki að bíða lengi eftir tækifærinu til að koma fram hefndum. Þessi lið munu mætast aftur strax síðar í þessari viku í deildarkeppninni á sömu leikvöllum.