spot_img
HomeFréttirKFÍ skrefi nær úrvalsdeildarsæti!

KFÍ skrefi nær úrvalsdeildarsæti!

KFÍ tók á móti liði ÍG frá Grindavík í leik kvöldsins. Þegar þessi lið mættust í fyrri umferð deildarinnar var um toppslag að ræða. Mótið hefur þróast þannig að ekki var því til að dreifa í kvöld og nokkuð langt á milli liðanna á töflunni. Það kom líka á daginn að nokkuð bar á milli leik þeirra í kvöld. KFÍ voru alltaf skrefinu á undan og virkuðu verulega sannfærandi nær allan leikinn.
ÍG voru baráttuglaðir í kvöld en staðan eftir fyrsta leikhluta var þó 29:18 fyrir gestgjafana. Í öðrum leikhluta dró enn meira á milli og náði KFÍ forskoti sem gerði leikinn eiginlega ekki mjög spennandi eftir það. Staðan í hálfleik var 61:31 fyrir KFÍ.
 
Heimamenn mættu engu að síður með sömu ákefði til leiks eftir hlé og tóku hraustlega á gestunum út allan leikinn. Staðan eftir þriðja leikhluta var 106:51 og virtist engu máli skipta hverja Pétur þjálfari setti inná, áfram malaði KFÍ vélin örugglega og var í góðum gír til loka. ÍG tók góða rispu í lokaleikhlutanum og náðu að laga stöðuna lítillega en lokatölur reyndust vera 126:80. Athyglisvert var að allir leikmenn beggja liða, náðu að skora í kvöld!
 
ÍG: Bergvin Ólafsson 19/5 fráköst, Eggert D. Pálsson 18, Haraldur Jón Jóhannesson 13, Ásgeir Ásgeirsson 8, Helgi M. Helgason 8/13 fráköst, Hjalti Már Magnússon 6/5 fráköst, Óskar Pétursson 3, Tómas Guðmundsson 3, Andri P. Sigurðsson 2.
 
KFÍ: Chris Miller-Williams 29/17 fráköst, Edin Suljic 20/9 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 20, Craig Schoen 16/9 stoðsendingar, Óskar Kristjánsson 11, Ari Gylfason 7, Jón Hrafn Baldvinsson 6/5 stoðsendingar, Guðni P. Guðnason 6, Hlynur Hreinsson 4/4 stoðsendingar, Leó Sigurðsson 4, Sigmundur Helgason 2, Jón Kr. Sævarsson 2.
 
Dómarar: Davíð Kr. Hreiðarsson og Gunnar Andrésson
 
Texti: Helgi Kr. Sigmundsson
Mynd: Halldór Sveinbjörnsson/Óskar Kristjánsson átti sterka innkomu hjá KFÍ með 11 stig í leiknum.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -