spot_img
HomeFréttirPistons lögðu Celtics - Linsanity í fullu fjöri

Pistons lögðu Celtics – Linsanity í fullu fjöri

Það var mikið um að vera í NBA deildinni í nótt þegar hvorki fleiri né færri en 13 leikir fóru fram. Detroit Pistons gerðu góða ferð til Boston er þeir lögðu heimamenn 88-98. Rodney Stuckey var stigahæstur í liði Pistons með 25 stig en Rajon Rondo var allt í öllu hjá Boston með 35 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst.
Þá heldur Lin-æðið áfram þar sem New York Knicks unnu sinn sjöunda deildarleik í röð. Aðeins eitt lið er á lengri sigursiglingu en það eru San Antonio Spurs sem unnið hafa síðustu níu leiki sína í deildinni. New York mætti Sacramento í Madison Square Garden í nótt og skellti gestum sínum 100-85. Jeremy Lin gerði 10 stig og gaf 13 stoðsendingar í leiknum en 13 stoðsendingar eru persónulegt met hjá kappanum. Bandaríkjamenn eru iðnir við kolann þegar kemur að gælunöfnun og til að lýsa hrifningu sinni á nýjustu stjörnunni Lin hafa auðkenni á borð við Linsanity, Lincredible og Linja skotið upp kollinum.
 
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Toronto 106-113 San Antonio
Orlando 103-87 Philadelphia
New Jersey 100-105 Memphis
Cleveland 98-87 Indiana
Milwaukee 89-92 New Orleans
Houston 96-95 Oklahoma
Minnesota 102-90 Charlotte
Dallas 102-84 Denver
Phoenix 99-101 Atlanta
Golden State 91-93 Porland
LA Clippers 102-84 Washington
 
  
Fréttir
- Auglýsing -