spot_img
HomeFréttirHamar/FSu mætir Njarðvík í bikarúrslitum stúlknaflokks

Hamar/FSu mætir Njarðvík í bikarúrslitum stúlknaflokks

Fimmtudaginn 16. febrúar fór fram leikur Hamars/Fsu gegn Grindavík í fjögurra liða úrslitum bikarkeppni stúlknaflokks. Leikurinn stóð svo sannarlega undir því að vera bikarleikur og með þriggja stiga körfu rétt fyrir leikslok var leikurinn sendur í framlengingu og voru áhorfendur svo sannarlega að fá allan pakkan, eins og þar segir.
Hamar/Fsu byrjað leikinn mun betur og þegar fyrsti leikhluti var allur þá leiddi Hamar/Fsu með tíu stigum (21-11). Annar leikhluti þróaðist þó mun betur fyrir Grindavík og náðu þær að saxa á forskot heimastúlkna og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn kominn niður í fjögur stig (28-24).
 
Þriðji leikhluti var svo jafn og skemmtilegur þar sem gestirnir náðu enn að minnka muninn þannig að fyrir fjórða leikhluta munaði aðeins tveimur stigum (39-37). Fjórði leikhlutinn var á svipuðum nótum og þriðji þar sem allt var í járnum en heimastúlkur þó aðeins á undan. Þegar skammt var til leiksloka leiddi Hamar/Fsu með sex stigum (54-48) og heimastúlkur farnar að sjá úrslitaleikinn í hyllingum en þó ekki alveg strax þar sem Grindvíkingar settu niður þriggja stiga skot og munurinn kominn niður í þrjú stig. Þegar tíu sekúndur lifðu leiks jafna síðan gestirnir úr Grindvík með öðrum þristi og framlenging staðreynd.
 
Hamar/Fsu byrjaði framlenginguna á tveimur vítaskotum en Grindavík svarar af bragði með enn einni þriggja stiga körfu og skyndilega eru gestirnir komnir yfir og allt á suðupunkti. Margrét Hrund skorar næst fyrir Hamar/Fsu og kemur heimaliðinu aftur yfir og í framhaldi af því kemur Marín Laufey með sex næstu stig heimastúlkna og eftir það fór leikurinn mikið til fram á vítalínunni. Sigur hjá heimastúlkum var staðreynd og stelpurnar af suðurlandinu vel að því komnar að vera á leið í úrslitaleik bikarsins í stúlknaflokki.
 
Stigaskor leikamanna

Grindavík
Jeanne Sicat 15 stig
Jóhanna Rún 14 stig
Ingibjörg Sigurðardóttir 12 stig
Katrín Eyberg 9 stig
Ingibjörg Yrsa 7 stig
Julia Sicat 2 stig
 
Hamar/Fsu
Marín Laufey Davíðsdóttir 34 stig
Dagný Lísa Davíðsdóttir 9 stig
Katrín Eik Össurardóttir 9 stig
Kristrún Rut Antonsdóttir 8 stig
Margrét Hrund Arnarsdóttir 4 stig
Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir 3 stig
 
Umfjöllun/ Daði Steinn
Mynd/ Úr safni – [email protected] – Marín Laufey setti 34 stig í undanúrslitaleiknum gegn Grindavík.
  
Fréttir
- Auglýsing -