spot_img
HomeFréttirRodney Alexander til liðs við ÍR fyrir lokaátökin

Rodney Alexander til liðs við ÍR fyrir lokaátökin

ÍR hefur bætt við sig Bandaríkjamanni fyrir lokaátökin í Iceland Express deild karla en sá heitir Rodney Alexander og mun hjálpa til í teignum þar sem kappinn mun fara í framherjann/kraftframherjann. Rodney verður þá þriðji erlendi leikmaðurinn í herbúðum ÍR en framan af vetri voru þrír erlendir leikmenn í Hellinum uns Jimmy Bartolotta var látinn fara.
,,Öll lið þurfa góða breidd en Rodney kom á sunnudagsmorgun og hefur verið við æfingar með liðinu. Mér líst vel á hann og hann hefur staðið sig vel á síðustu æfingum," sagði Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR í samtali við Karfan.is í dag.
 
,,Þetta er eitt skrefið í því að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni," sagði Gunnar um nýjasta liðsmanninn en ÍR mætir Njarðvík í Ljónagryfjunni á fimmtudagskvöld. ,,Við eigum harma að hefna gegn Njarðvík og heimaleikurinn okkar gegn þeim var einn af þessum leikjum sem við glutruðum frá okkur í vetur."
 
Rodney kemur úr PBL deildinni sem er ein af neðri deildum NBA deildarinnar og að spila fyrir ÍR verður hans fyrsta verkefni sem leikmaður í Evrópu.
 
Mynd/ Úr safni: Gunnar Sverrisson mætir með nýjan leikmann í Ljónagryfjuna á fimmtudag.
  
Fréttir
- Auglýsing -