spot_img
HomeFréttirPortland valtaði yfir Spurs og stöðvaði sigurgönguna

Portland valtaði yfir Spurs og stöðvaði sigurgönguna

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, Portland jarðaði San Antonio Spurs og stöðvaði þar ellefu leikja sigurgöngu liðsins. Lokatölur 137-97 Porland í vil! Þá setti Miami niður 120 stig þegar Sacramento komu í heimsókn.
Portland 137-97 San Antonio
Sex leikmenn Portland gerðu 11 stig eða meira í leiknum og þeirra atkvæðamestur var LaMarcus Aldridge með 21 stig og 7 fráköst. Spurs mættu vængbrotnir til leiks þar sem Tim Duncan og Tony Parker voru fjarverandi sem og auðvitað Manu Ginobili. Stigahæstur hjá Spurs í leiknum var Kawhi Leonard með 24 stig og 10 fráköst.
 
Miami 120-108 Sacramento
Dwyane Wade fór fyrir Miami með 30 stig og 10 stoðsendingar en þetta var sjöundi sigurleikur Miami í röð. Chris Bosh go Mario Chalmers bættu báðir við 20 stigum og LeBron James gerði 18 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Hjá Sacramento var hinn 23 ára gamli Isaiah Thomas með 24 stig og 5 stoðsendingar.
 
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Cleveland 101-100 Detroit
Indiana 117-108 New Orleans
Memphis 89-76 Philadelphia
 
Fréttir
- Auglýsing -