spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBreiðablik aftur upp í 8. sætið - Vestri fallnir í fyrstu deildina

Breiðablik aftur upp í 8. sætið – Vestri fallnir í fyrstu deildina

Breiðablik lagði Vestra örugglega í kvöld í Smáranum, 112-91. Eftir leikinn er Breiðablik í 8. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Vestri eru tölfræðilega fallnir úr deildinni, með 8 stig í 11. sætinu.

Everage Lee Richardson var atkvæðamestur í liði Breiðabliks í kvöld með 33 stig og þá bætti Hilmar Pétursson við 15 stigum og 6 stoðsendingum.

Fyrir Vestra var Hilmir Hallgrímsson atkvæðamestur með 26 stig og 5 fráköst. Honum næstur var Nemanja Knezevic með 10 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.

Breiðablik á leik næst þann 27. mars gegn Val í Origo Höllinni á meðan að Vestri leikur degi seinna þann 28. mars gegn Stjörnunni í Garðabæ.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -