spot_img
HomeFréttirChavis Holmes til liðs við Hauka

Chavis Holmes til liðs við Hauka

Haukar hafa bætt við sig Chavis Holmes fyrir lokaátökin í Iceland Express deild karla en eins og við greindum frá á dögunum þá er Hayward Fain meiddur og leikur ekki meira með Hafnfirðingum þetta tímabilið. Holmes fyllir skarð Fain en Chavis er tvíburabróðir Travis Holmes sem leikur með Njarðvíkingum. Pétur Rúðrik Guðmundsson þjálfari Hauka staðfesti þetta við Karfan.is í dag.
 
Holmes verður ekki fyrsti bandaríski tvíburinn til að leika með Haukum því Semaj Inge var á mála hjá félaginu en hann á sér einnig tvíburabróður sem heitir James, eða Semaj aftur á bak.
 
Holmes er bakvörður eins og bróðir sinn og árið 2010 kom hann m.a. við í D-League í Bandaríkjunum og 2011 lék hann í Mexíkó þar sem hann gerði 28,5 stig að meðaltali í leik og tók 15 fráköst. Bróðir hans Travis er vel þekkt stærð hér heima og gerði 54 stig í síðasta leik fyrir Njarðvíkinga gegn ÍR.
 
Haukar leggja land undir fót á fimmtudag er þeir mæta Tindastól í Skagafirði en um þessar mundir eru Haukar í fallsæti með 8 stig.
 
Mynd/ Pétur hefur nælt sér í tvíburabróður Travis Holmes en sá heitir Chavis Holmes.
 
Fréttir
- Auglýsing -