spot_img
HomeFréttirShouse fékk góða gesti í Ásgarði í gær

Shouse fékk góða gesti í Ásgarði í gær

Stjörnumönnum barst góður liðsstyrkur í stúkunni í gærkvöldi þegar Garðbæingar fengu Njarðvík í heimsókn í Iceland Express deild karla. Ný andlit á pöllunum í Garðabæ vöktu athygli fyrir vasklega framgöngu sína í stuðningi við Stjörnuna og þá sér í lagi Justin Shouse.
Um var að ræða hóp ungmenna frá Vík í Mýrdal en þar lék Shouse með Drangi tímabilið 2005-2006 þegar hann kom fyrst til Íslands. Hópurinn lét sér ekki um það muna að vippa sér í Stjörnuboli og hvetja Garðbæinga áfram til sigurs. Þarna voru á ferðinni nemendur frá Vík í Mýrdal sem m.a. voru að keppa í Skólahreysti.
 
,,Þau studdu Stjörnuna til sigurs og áttu stúkuna," sagði Kári Jónsson íþróttafulltrúi Garðabæjar en sonur hans Kjartan Kárason fór fyrir hópnum en Kjartan er íþróttafulltrúi og íþróttakennari á Vík.
 
Sjálfur var Justin sáttur með stuðninginn og hefur þegar sett inn rándýrt video frá 2005-2006 tímabilinu með Drangi á Facebook-síðuna sína en videoið má sjá hér að neðan. Það var svo Gísli Ólafsson sem náði þessari mynd sem fylgir fréttinni þegar fagnaðarfundir urðu í Ásgarði í gærkvöldi.
  

Fréttir
- Auglýsing -