spot_img
HomeFréttirRondo með svakalega þrennu í sigri Boston - Lakers höfðu betur gegn...

Rondo með svakalega þrennu í sigri Boston – Lakers höfðu betur gegn Miami

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, Boston Celtics lögðu New York Knicks, Lakers tók á móti Miami Heat í Staples Center og þá setti Deron Williams stigamet á tímabilinu með 57 stig gegn hinum lánlausu Charlotte Bobcats.
Boston 115-111 New York
Paul Pierce gerði 34 stig í liði Boston og tók 7 fráköst en Rajon Rondo fór hamförum með all svakalea þrennu eða 18 stig, 20 stoðsendingar og 17 fráköst! Hjá New York var Carmelo Anthony með 25 stig og 7 fráköst. Paul Pierce jafnaði metin í 103-103 með erfiðri þriggja stiga körfu svo framlengja varð leikinn. Boston reyndust svo sterkari í framlengingunni og fóru með sigur af hólmi.
 
LA Lakers 93-83 Miami Heat
Kobe Bryant setti 33 stig á Heat í nótt en stigahæstur í liði gestanna var LeBron James með 25 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Lakers eru nú 17-2 á heimavelli og ljóst að þrátt fyrir að stórveldið hafi ekki staðið fyllilega undir væntingum stuðningsmanna sinna að þá kemur enginn í lautarferð í Staples Center.
 
Charlotte 101-104 New Jersey
Corey Maggette var atkvæðamestur hjá Bobcats í nótt með 24 stig og 7 fráköst en Deron Williams setti nýtt stigamet á tímabilinu með 57 stig í liði Nets. Kappinn bætti einnig við 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Þetta var einnig í fyrsta sinn hjá Bobcats í 21 leik sem þeir komast yfir 100 stiga múrinn.
 
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Toronto 83-75 Golden State
Philadelphia 91-96 Chicago
Houston 103-105 LA Clippers
Phoenix 96-88 Sacramento
San Antonio 94-99 Denver
 
  
Fréttir
- Auglýsing -