spot_img
HomeFréttirLeiktíðinni lokið hjá Newberry eftir tap í tvíframlengdum slag

Leiktíðinni lokið hjá Newberry eftir tap í tvíframlengdum slag

Tómas Heiðar Tómasson og Ægir Þór Steinarsson máttu um helgina bíta í það súra epli að tapa tvíframlengdum leik í bandaríska háskólaboltanum þegar Newberry lá gegn Anderson skólanum. Liðin mættust í undanúrslitum SAC-riðilsins í annarri deild háskólaboltans. Anderson með sterkasta lið vetrarins og Newberry fóru inn í leikinn sem sannkallaður undirhundur. Lokatölur reyndust 113-106 Anderson í vil.
Denzail Jones fór hamförum í liði Anderson og lét 50 stigum rigna yfir Newberry. Tómas Heiðar gerði 9 stig fyrir Newberry, setti niður 3 af 4 í þristum og þá var hann einnig með tvær stoðsendingar á 17 mínútum. Ægir Þór var í byrjunarliðinu og skoraði 3 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 3 boltum á 39 mínútum. Stigahæstur hjá Newberry var svo Quayshaun Hawkins með 30 stig.
 
Newberry vann því alls 16 leiki á tímabilinu og tapaði 12. Liðið setti stigamet í SAC-riðlinum með 89,7 stig að meðaltali í leik og þá skoraði liðið 280 þrista í SAC-riðlinum eða tíu þrista að jafnaði í leik sem einnig er met.
 
Tómas Heiðar lék 26 leiki með Newberry á tímabilinu og gerði 7,1 stig að meðaltali í leik. Ægir Þór kom seinna til liðs við skólann en náði engu að síður 20 leikjum með 7,6 stig að meðaltali í leik. Ægir og Quayshaun Hawkins leiddu liðið í flestum stoðsendingum, báðir með 4,6 að meðaltali í leik.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -