spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Útlitið svart hjá Hamri - Haukar burstuðu Keflavík

Úrslit kvöldsins: Útlitið svart hjá Hamri – Haukar burstuðu Keflavík

Í kvöld lauk 26. umferð Iceland Express deildar kvenna þar sem Haukar burstuðu topplið Keflavíkur, Njarðvík lagði Snæfell og Fjölnir fór langleiðina með að senda Hamar niður í 1. deild með sigri í Hveragerði. Tierney Jenkins stimplaði sig með látum inn í lið Hauka og hjó nærri fernunni í Schenkerhöllinin í sínum fyrsta leik með 24 stig, 17 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Sigur Hauka þýðir að Keflvíkingar verða að vinna einn af næstu tveimur leikjum til að geta kallað sig deildarmeistara. Í Njarðvík fór Lele Hardy hamförum í fjarveru Baker-Brice með 49 stig og 21 frákast!
Með sigri Fjölnis í Hveragerði hafa bæði lið unnið tvo leiki og Hamar hefur betur innbyrðis á stigaskori en verða að vinna tvo síðustu leiki sína og treysta því að Fjölnir tapi báðum, að öðrum kosti leikur Hamar í 1. deild kvenna á næstu leiktíð.
 
Úrslit kvöldsins í IEX deild kvenna:
 
Hamar-Fjölnir 71-77 (16-23, 18-15, 14-13, 23-26)
 
Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 19, Katherine Virginia Graham 18/5 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Marín Laufey Davíðsdóttir 16/15 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Samantha Murphy 7/5 fráköst, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4/5 fráköst, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Dagný Lísa Davíðsdóttir 0, Jenný Harðardóttir 0, Kristrún Rut Antonsdóttir 0, Sóley Guðgeirsdóttir 0, Rannveig Reynisdóttir 0.
 
Fjölnir: Brittney Jones 30/5 fráköst/9 stoðsendingar, Jessica Bradley 24/17 fráköst, Katina Mandylaris 10/20 fráköst, Birna Eiríksdóttir 5, Bergdís Ragnarsdóttir 4/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Erla Sif Kristinsdóttir 2, Margrét Helga Hagbarðsdóttir 0, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 0, Eva María Emilsdóttir 0, Erna María Sveinsdóttir 0, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 0.
 
 
Njarðvík-Snæfell 97-92 (26-20, 28-23, 15-21, 28-28)
 
Njarðvík: Lele Hardy 49/21 fráköst/8 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 15, Eyrún Líf Sigurðardóttir 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Harpa Hallgrímsdóttir 7, Ína María Einarsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 5, Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Sara Dögg Margeirsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 1, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.
 
Snæfell: Kieraah Marlow 22/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jordan Lee Murphree 19/13 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Sigurdardottir 16/13 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 14, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/5 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0.
 
Haukar-Keflavík 84-68 (12-17, 20-19, 36-19, 16-13)
 
Haukar: Tierny Jenkins 24/17 fráköst/7 stoðsendingar/7 stolnir/3 varin skot, Jence Ann Rhoads 22/7 fráköst/8 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 21, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/5 fráköst, Sara Pálmadóttir 0, Kristín Fjóla Reynisdóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Ína Salóme Sturludóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0.
 
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 22/4 fráköst, Jaleesa Butler 13/9 fráköst/6 varin skot, Eboni Monique Mangum 12/7 stoðsendingar, Hrund Jóhannsdóttir 10/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 7/7 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 4/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
 
Staðan í deildinni
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Sti m/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1.  Keflavík 26 20 6 40 1991/1819 76.6/70.0 13/0 7/6 81.0/66.4 72.2/73.5 3/2 7/3 -1 13 -2 3/0
2.  Njarðvík 26 19 7 38 2161/1951 83.1/75.0 9/4 10/3 83.3/72.9 82.9/77.2 4/1 7/3 1 3 -1 4/1
3.  Snæfell 26 14 12 28 1906/1940 73.3/74.6 9/4 5/7 76.5/72.2 70.1/77.1 4/1 6/4 -1 3 -1 7/3
4.  (1) Haukar 26 13 13 26 1908/1863 73.4/71.7
Fréttir
- Auglýsing -