spot_img
HomeFréttirTeitur: Svekkjandi að skora 98 stig á heimavelli og það dugar...

Teitur: Svekkjandi að skora 98 stig á heimavelli og það dugar ekki til sigurs

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með sína menn eftir sárt tap gegn ÍR á heimavelli í kvöld.  Stjarnan hefði með sigrinum geta tekið annað sætið í deildinni en svo fór ekki og því sitja þeir núna jafnir KR og Keflavík í 3 sæti deildarinnar.  Næstu þrír leikir skera því úr um það hvaða lið fær heimavallaréttinn í úrslitakeppninni og því að miklu að keppa.  

 Þetta er sárt tap á þessum tímapunkti í deildinni, í hörku baráttu um annað sætið, liðið mátti varla við þessu tapi er það?

"Nei nei, en það eru þrír leikir eftir og eins og þú segir réttilega þá er þetta alveg þvílík barátta um þessi nokkur sæti.  Það er svekkjandi að skora 98 stig á heimavelli og það dugar ekki til sigurs.  Vörnin er búin að vera að vinna þessa leiki fyrir okkur undanfarið en mér fannst við vera kærulausir og leyfa þeim að komast í gang.  Jarvis er náttúrulega illviðráðanlegur þegar hann er kominn í gírinn, er með held ég 7 af 8 í þristum.  Þeir eru að skjóta 52% í þristum, í mörgum skotum, 13 þrista ofaní, það er náttúrulega alltof alltof mikið".  

 

Stjarnan er í toppbáráttu í deildinni og ÍR að berjast fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni, fyrirfram hefði þessi leikur átt að vera öruggur heimasigur ekki satt?

"Já, það væri nú ekki mikið gaman af þessu ef við myndum alltaf horfa svoleiðis á töfluna að liðið sem er ofan vinnur alltaf liðið fyrir neðan, þá myndi held ég enginn mæta á leikina.  En þrátt fyrir að það séu fullt af sætum þá held ég sé ekki meira en þrír leikir.  Svo jöfn er deildin.  Að sama skapi er þetta svekkjandi því Njarðvík vann Keflavík í gær og það gerði okkur greiða en við hentum möguleikanum frá okkur núna að komast upp fyrir Keflavík, svona er það bara". 

 

Dómarar leiksins fengu mikla athyglu á köflum og það var augljóst að ekki voru allir sáttir með nokkrar ákvarðanir þeirra, helduru að þeir hafi haft afgerandi áhrif á úrslit leiksins?  

"Ég veit það ekki, það verða bara aðrir að dæma um það".  

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -