spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Fer deildarmeistaratitillinn á loft?

Leikir dagsins: Fer deildarmeistaratitillinn á loft?

Íslandsmeistarar Keflavíkur geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld þegar Snæfell kemur í heimsókn í Toyota-höllina í Iceland Express deild kvenna. Keflavík dugir aðeins einn sigur í þessum tveimur síðustu umferðum sem eftir eru til að tryggja sér titilinn.
 
Viðureign Keflavíkur og Snæfells hefst venju samkvæmt kl. 19:15. Milli liðanna hefur Snæfell betur og er búið að vinna tvo af þremur deildarleikjum liðanna svo Keflvíkinga bíður ærinn starfi en þeir fengu skell í Schenkerhöllinni gegn Haukum í síðustu umferð en Hólmarar töpuðu naumlega gegn Njarðvík.
 
 
 
Mynd/ [email protected] Pálína María Gunnlaugsdóttir verður í eldlínunni í kvöld með Keflavík þegar Snæfellskonur koma í heimsókn. 
Fréttir
- Auglýsing -