spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Íslenskur körfubolti þarf að taka ákvörðun

Karfan TV: Íslenskur körfubolti þarf að taka ákvörðun

Á laugardag lýkur leiktíðinni hjá KR þegar topplið Keflavíkur kemur í heimsókn. KR mátti þola tap í kvöld gegn Haukum í hreinum úrslitaleik um laust sæti í úrslitakeppninni. KR stóð í Haukum í fyrri hálfleik en í þeim síðari og með Sigrúnu Ámundadóttur meidda eftir fyrsta leikhluta þá seig verulega á ógæfuhliðina hjá KR. Karfan TV ræddi við Finn Frey Stefánsson þjálfara KR eftir leikinn og segir hann að íelnskur körfubolti þurfi að fara að taka ákvörðun og spyr hvort menn séu stoltir af því að íslenskir leikmenn séu vandfundnir sem tölfræðileiðtogar í sinni eigin deild.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -