spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞóra og Ástrós höfðu betur gegn Amager í framlengdum leik

Þóra og Ástrós höfðu betur gegn Amager í framlengdum leik

Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon lögðu BK Amager í framlengdum leik í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni, 70-73.

Falcon verið stórgóðar á tímabilinu, unnu bikarkeppnina á dögunum og eru deildarmeistarar eftir að hafa aðeins tapað einum í deild í vetur.

Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Þóra Kristín 5 stigum, frákasti, stoðsendingu og vörðu skoti. Ástrós Lena lék rétt tæpar 11 mínútur, hafði hægt um sig í stigaskorun, en skilaði einu frákasti.

Næst á dagskrá hjá Falcon er úrslitakeppni deildarinnar, en þær munu mæta BMS Herlev í fyrsta leik einvígis liðanna þann 29. mars.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -