spot_img
HomeFréttirZaragoza vann Íslendingaslaginn með minnsta mun

Zaragoza vann Íslendingaslaginn með minnsta mun

Spennuleikur var á boðstólunum í dag þegar Íslendingaliðin CAI Zaragoza og Manresa mættust í ACB deildinni á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Zaragoza fór með eins stig sigur af hólmi, 76-75, en okkar menn þeir Jón og Haukur hafa nú stundum látið meira fyrir sér fara en þeir gerðu að þessu sinni.
Jón lék í tæpa 21 mínútu í leiknum og náði ekki að skora, tveir þristar og tvö teigskot sem vildu ekki niður en hann var svo með 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Haukur fékk ekki að spila í liði Manresa.
 
Skúli Sigurðsson lét í sér heyra áðan frá Spáni og sagði: ,,Okkar menn hafa átt betri leiki en í dag en þetta var spennandi slagur, við gerum leiknum svo ítarlegri skil í kvöld eða á morgun."
  
Fréttir
- Auglýsing -