spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHöttur sterkari í seinni hálfleiknum gegn Fjölni

Höttur sterkari í seinni hálfleiknum gegn Fjölni

Höttur lagði Fjölni í kvöld á Egilsstöðum í fyrstu deild karla, 102-85. Eftir leikinn er Höttur í 2. sæti deildarinnar með 44 stig á meðan að Fjölnir er í 5. sætinu með 28 stig. Bæði lið voru örugg í úrslitakeppni fyrstu deildarinnar fyrir leik kvöldsins, þar sem að þau munu mætast aftur í undanúrslitum.

Gangur leiks

Leikur kvöldsins fór nokkuð fjörlega af stað og var allt jafnt eftir fyrsta leikhluta, 26-26. Spennan hélt svo áfram fram að hálfleik, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja munaði aðeins einu stigi á þeim, 45-46 fyrir Fjölni.

Heimamenn í Hetti mæta svo mun betur stemdir til leiks í seinni hálfleiknum. Ná á fyrstu mínútum hans að vera skrefinu á undan og leiða með 8 stigum þegar að þriðji leikhluti er á enda, 75-67. Í þeim fjórða gera þeir svo nóg til þess að sigla frekar öruggum 17 stiga sigur í höfn, 102-85.

Atkvæðamestir

Dwayne Ross Foreman Jr. var bestur í liði Fjölnis í kvöld með 23 stig og 6 fráköst. Þá skilaði Hilmir Arnarson 16 stigum.

Fyrir heimamenn í Hetti voru Timothy Guers og Adam Eiður Ásgeirsson atkvæðamestir. Timothy með 25 stig, 8 fráköst og Adam Eiður 20 stig og 7 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -