spot_img
HomeFréttirFinal Four nálgast - Fræg andartök úr Superdome

Final Four nálgast – Fræg andartök úr Superdome

 Final four í háskólaboltanum er handan við hornið og í þetta skiptið fara herlegheitin fram í Superdome í New Orleans og verður þetta fimmta skipti sem Final Four fara fram í þessari byggingu.  Mörg fræg háskóla andartök hafa átt sér stað í þessu húsi og þar má nefna eitt það frægasta þegar Michael Jordan nelgdi niður úrslitakörfunni gegn Georgetown árið 1982. 
 Þetta augnablik þekkja líkast til flestir körfuknattleiks áhugamenn. Skotið sem kom þessari stærstu stjörnu boltans á kortið.  Annað frægt atvik átti sér stað árið 1993 þegar North Carolina og Michigan háskólarnir mættust í sama húsi.  Á ögur stundu undir lok leiks þá var það Chris nokkur Webber sem var komin í vandræði í þegar um 11 sekúndur voru eftir af leiknum og lið hans tveimur stigum undir.  

 

Webber byrjar á því að biðja um tíma en "fær séns" og honum sagt að liðið eigi ekki leikhlé eftir.  Webber dripplar út í horn þar sem hann er króaður af leikmönnum North Carolina og þar biður hann aftur um leikhlé. Dómarar leiksins gefa honum samkvæmt reglum tæknivillu og North Carolina sigrar leikinn að lokum. 
 
Fleiri góð andartök hafa átt sér stað í höllinni og er ekki við öðru að búast en að keppninn um helgina muni kreysta fram söguleg atvik þegar að Kentucky og Louisiana mætast annars vegar og hinsvegar Kansas og Ohio State
Fréttir
- Auglýsing -