spot_img
HomeFréttirTímabilið búið hjá Írisi

Tímabilið búið hjá Írisi

Fram kemur á heimasíðu Hauka að Íris Sverrisdóttir verður ekki meira með á þessari leiktíð en hún hefur fengið út úr segulómskoðun sem hún fór í fyrr í dag.
Á heimasíðu félagsins segir:

Íris fór í segulómskoðun í morgun og kom í ljós að hún er með slitið krossband, slitið hliðar liðband og beinmar sökum þess að krossbandið slitnaði. Við tekur endurhæfing sem hefst strax á morgun og mun Íris vera með spelku á sér í einhvern tíma. Hún fer í aðgerð í júní vegna krossbandsins en liðbandið þarf að gróa sjálft saman.

Löng og ströng endurhæfing tekur við hjá Írisi og mun hún vera frá í um níu mánuði eftir aðgerð. Það er því ljóst að Haukar munu vera án Írisar megnið af næstu leiktíð líka en ef allt gengur upp ætti hún að geta snúið aftur á parketið í febrúar 2013.

www.haukar.is

Fréttir
- Auglýsing -