spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst í kvöld

Karfan TV: Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst í kvöld

Stóri dagurinn er runninn upp, í kvöld hefst úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla þegar tvö einvígi sigla úr höfn. Annars vegar hefst rimma Grindavíkur og Njarðvíkur og hins vegar rimma KR og Tindastóls. Grindavík og KR hafa heimaleikjaréttinn og því er leikið í Röstinni og DHL Höllinni í kvöld og þið þekkið leiktímann, 19:15 var það heillin.
Hér að neðan fara viðtöl og umfjöllun um hvert einasta einvígi í 8-liða úrslitum en vinna þarf tvo leiki til að komast áfram inn í undanúrslit keppninnar.
 
 
1 UMFG – 8 UMFN
Njarðvíkingum hefur ekki tekist að vinna Grindavík í vetur. Liðin mættust í næstsíðustu umferð deildarinnar þar sem Grindavík hafði yfirburðasigur og því á brattann að sækja hjá Njarðvíkingum í þessari seríu.
 
Líklegt byrjunarlið Grindavíkur:
Giordan Watson, Jóhann Árni Ólafsson, Þorleifur Ólafsson, J´Nathan Bullock og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
 
Líklegt byrjunarlið Njarðvíkur:
Elvar Már Friðriksson, Travis Holmes, Ólafur Helgi Jónsson, Páll Kristinsson og Cameron Echols.
 
 
2 KR – 7 Tindastóll
KR með heimaleikjaréttinn og hafa gert DHL höllina að miklu vígi. Slíkt hið sama gildir um Síkið og Tindastól, tveir feykilega sterkir heimavellir hér á ferðinni og skandall ef þeir verða ekki báðir pakkfullir!
 
Líklegt byrjunarlið KR:
Josh Brown, Emil Þór Jóhannsson, Dejan Sencanski, Robert Ferguson og Finnur Atli Magnússon.
 
Líklegt byrjunarlið Tindastóls:
Maurice Miller, Friðrik Hreinsson, Curtis Allen, Igor Tratnik og Helgi Rafn Viggósson.
 
 
3 Þór Þorlákshöfn – 6 Snæfell
Liðin unnu sinnhvorn deildarleikinn og spekingum hefur gengið brösuglega að velta þessari rimmu fyrir sér. Þór með heimaleikjaréttinn skartar græna drekanum og verða nýliðarnir ekkert lamb að leika sér við. Hólmarar hafa þó reynsluna í þessu einvígi og fróðlegt að sjá hversu þungt hún muni vega.
 
Líklegt byrjunarlið Þórs: Darrin Govens, Guðmundur Jónsson, Darri Hilmarsson, Blago Janev og Matthew Hairston.
 
Líklegt byrjunarlið Snæfells: Marquis Sheldon Hall, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Sveinn Arnar Davíðsson, Jón Ólafur jónsson og Quincy Hankins-Cole.
 
 
4 Stjarnan – 5 Keflavík
Garðbæingar hafa unnið báðar deildarviðureignir þessara liða nokkuð örugglega. Mikið mun mæða á Magnúsi Þór Gunnarssyni í Keflavíkurliðinu í þessu einvígi en Keflvíkingar þekkja hvern krók og kima í úrslitakeppninni og það gæti reynst þeim dýrmætt.
 
Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar:
Justin Shouse, Keith Cothran, Marvin Valdimarsson, Renato Lindmets og Fannar Freyr Helgason.
 
Líklegt byrjunarlið Keflavíkur:
Valur Orri Valsson, Magnús Þór Gunnarsson, Charles Parker, Jarryd Cole og Almar Stefán Guðbrandsson.
  
Fréttir
- Auglýsing -