spot_img
HomeFréttirJón Arnór með 13 stig gegn Barcelona

Jón Arnór með 13 stig gegn Barcelona

 Jón Arnór Stefánsson og félagari í Zaragoza fengu í gærkvöldi stórlið Barcelona í heimsókn í spænsku deildinni. Í þessum leik skörtuðu Zaragoza nýjum leikmanni, Charles Rhodes eftir að í ljós kom að einn af máttar stólpum liðsins, Pablo Aquilar meiddist fyrir skömmu. Þrátt fyrir þessa nýju viðbót áttu Zaragoza ekki erindi sem erfiði gegn Barcelona og töpuðu 68:49 eftir að hafa skorað aðeins 11 stig í síðasta leikhlutanum.
Okkar maður Jón Arnór átti prýðis leik þegar hann skoraði 13 stig og var stigahæstur leikmanna Zaragoza.  Barcelonamenn voru duglegir að setja Jón á línuna og hann þakkaði kærlega fyrir það og setti niður þau 9 víti sem Barca úthlutaði honum. En það var varnarlexía frá Barcelona sem reið baggamuninn að þessu sinni samkvæmt ACB.com  Í gríðarlega þéttum pakka um sæti í úrstliakeppninni þá féll Zaragoza niður í 10 sæti en líkast til munu lokaumferðirnar ráða því hvort þeir komist í úrslitakeppnina í ár eða ekki. 
 
Manresa, lið Hauk Helga Pálssonar unnu svo góðan sigur á Unicaja 96:81 en Haukur kom ekki við sögu í leiknum. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -