spot_img
HomeFréttirJafnt hjá MBC og Crailsheim

Jafnt hjá MBC og Crailsheim

Crailsheim Merlins náðu um helgina að jafna einvígi sitt gegn MBC í þýsku Pro A deildinni en liðin eigast nú við í undanúrslitum deildarinnar. Það lið sem vinnur einvígið vinnur sér einnig sæti í Bundesligunni en Hörður Axel og félagar höfðu stórsigur í fyrsta leik en töpuðu svo leiknum um helgina með 12 stiga mun.
Eins og áður hefur komið fram er Crailsheim Merlins fyrrum lið Jóhanns Árna Ólafssonar sem nú stendur í ströngu með Grindvíkingum. MBC tók sig til og vann fyrsta leik liðanna með 30 stiga mun, 98-68, þar sem Hörður Axel gerði 6 stig á 18 mínútum. Í öðrum leiknum kvað við annan tón og þá jöfnuðu Crailsheim með 85-73 sigri. Hörður náði ekki að skora á þeim rúmu 16 mínútum sem hann lék í leiknum.
 
Þriðji leikur liðanna fer fram á morgun en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslit og með því að vinna sér inn sæti í úrslitum komast liðin í Bundesliguna, efstu deild Þýskalands, sama hvernig fer í úrslitaseríunni.
 
Mynd úr safni/ Matthias Kuch

  
Fréttir
- Auglýsing -