spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan VÍS-bikarmeistari í 10. flokki drengja

Stjarnan VÍS-bikarmeistari í 10. flokki drengja

Stjarnan lagði KR nú í hádeginu í VÍS bikarúrslitaleik 10. flokks drengja, 55-59.

Fyrir leik

Liðin á nokkuð svipuðum stað í deildarkeppninni fyrir þennan úrslitaleik. KR í 2. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að Stjarnan er í 4. sætinu með 20 stig.

Gangur leiks

Það voru Stjörnustrákar sem byrjuðu úrslitaleikinn betur. Leiddu með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta, 12-22. Undir lok fyrri hálfleiksins ná þeir svo að halda í þá forystu að mestu og eru 8 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 27-35.

KR nær í upphafi seinni hálfleiksins að hanga áfram í Stjörnunni, en undir lok þriðja leikhlutans minnka þeir muninn lítillega og eru 6 stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 41-47. Með herkjum nær KR svo að vinna niður forskotið í fjórða leikhlutanum og er í nokkur skipti jafnt hjá liðunum undir lokin, 51-51 þegar um fjórar mínútur eru eftir. Leikurinn er svo í járnum á lokamínútunum, 55-55 þegar mínúta er eftir. Með stórum körfum frá Ámundi Múla Ármannssyni undir lokin nær Stjarnan þó að lokum að sigla sigrinum í höfn, 55-59.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur fyrir KR í dag var Lars Erik Bragason með 32 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá bætti Tristan Alex Tryggvason við 11 stigum og 5 fráköstum.

Fyrir Stjörnuna var Ásmundur Múli Ármannsson atkvæðamestur með 24 stig, 11 fráköst, 4 stoðsendingar og Pétur Goði Reimarsson honum næstur með 12 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -