spot_img
HomeFréttirGrindavík Íslandsmeistari 2012

Grindavík Íslandsmeistari 2012

Í kvöld fer fram fjórða úrslitaviðureign deildarmeistara Grindavíkur og nýliða Þórs úr Þorlákshöfn. Staðan í einvíginu er 2-1 Grindavík í vil og ef þeir vinna í kvöld verða þeir Íslandsmeistarar. Ef Þór vinnur verður oddaleikur í Röstinni í Grindavík á föstudag. 

– GRINDAVÍK ER ÍSLANDSMEISTARI 2012
Lokatölur í Þorlákshöfn 72-78 fyrir Grindavík í mögnuðum leik.

– 7,2 sek eftir: 72-76 Þór nær að skora og brjóta strax á Watson sem klikkar úr fyrra vítinu en setur það seinna.

– 16,5 sek eftir: Bullock fer á línuna og kemur Grindavík í 70-75, setur bæði vítin…

– 18,2 sek eftir: Þristur frá Guðmundi Jónssyni dansar uppúr, Þór náði sóknarfrákstinu og brenndu af teigskoti. Í boltabaráttu var Grindavík svo dæmdur boltinn. Leikhlé í gangi og nú eru gestirnir úr Grindavík með pálmann í höndunum!

– 40 sek eftir: 70-73 fyrir Grindavík, Bullock fer sterkt upp og skorar fyrir gestina. Benedikt tekur leikhlé fyrir heimamenn í Þór.

– 52 sek eftir: 70-71 fyrir Grindavík. Henley aftur á linunni og setur aftur síðara skotið.

– 1.08mín eftir af leiknum: Og Henley tekur tvö víti, fyrra klikkar en það síðara lekur niður og staðan 69-71 fyrir Grindavík.

– 1.42mín eftir af leiknum: 68-69 fyrir Grindavík og þeim dæmdur boltinn eftir að Þórsarar stíga á hliðarlínuna.

– 3.00mín eftir af leiknum: Govens kemur út úr leikhlé og setur þrist og kemur Þór í 68-67.

– 3.15mín eftir: 65-67 fyrir Grindavík, Janev að ná sóknarfrákasti fyrir Þór og skora. Grindvíkingar taka leikhlé.

– 4.30mín eftir af leiknum: 62-67 og Baldur Þór minnkar muninn fyrir heimamenn með sterku gegnumbroti. Baldur kominn með 8 stig í leiknum.

– 6.00mín eftir af leiknum: Enn 58-65 fyrir Grindavík eftir þrist frá Birni Steinari. Þessi var risavaxinn.

– 7.15mín eftir af leiknum: 58-62 fyrir Grindavík og leikhlé í gangi. Þessi fjórði leikhluti verður magnaður, á því leikur enginn vafi.

– Joseph Henley var enda við að opna fjórða leikhluta með SVAKALEGRI troðslu fyrir Þórsara og staðan 55-59 fyrir Grindavík. Ja hérna, þvílík tilþrif hjá manninum. Þetta ætti að kveikja all hressilega undir heimamönnum.

– Hér var ung dama að smella niður borgarskoti Iceland Express með bundið fyrir augun! Vel gert.

– Þriðja leikhluta lokið: 53-59 fyrir Grindavík sem vann leikhlutann 15-26 og heimamenn verða herða róðurinn í vörninni. Bullock kominn í 24 stig í liði Grindavíkur en hjá Þór er Govens með 21 stig.

– 1.50mín eftir af þriðja: 50-55 fyrir Grindavík og Bullock heldur áfram að hrella Þórsara. Spurning hvort heimamenn ættu ekki frekar að gefa honum skotið því Bullock hefur sótt miskunnarlaust upp að körfunni í kvöld. Þá var Pettinella að fara af velli með sína fjórðu villu, það hallar á kallinn.

– 4.00mín eftr af þriðja: 46-53 fyrir Grindavík. Darri var að smella þrist en Bullock svaraði því með sirkuskörfu ,,up and under" og kappinn kominn í 24 stig þegar um 16mín eru til leiksloka.

– 4.45mín eftir: 41-49 fyrir Grindavík og Ryan Pettinella að fá sína þrijðu villu í liði Grindavíkur. Þessi jötunn fær ekki mikið gefins jafnvel þó menn séu hálft í hvoru oft að ,,teika" hjá honum.

– 6.00mín eftir af þriðja: 38-47 fyrir Grindavík og Þórsarar loks búnir að skora í leikhlutanum en Grindavík byrjaði þennan leikhluta 2-14!

– 7.53mín eftir af þriðja: 36-41 fyrir Grindavík og Þórsarar taka leikhlé. Grindavík opnar síðari hálfleik með 8-0 dembu.

– 8.10mín eftir af þriðja: 36-39 fyrir Grindavík sem byrja síðari hálfleik með 6-0 dembu. Þorleifur Ólafsson var á vítalínunni þar sem Darri Hilmarsson var heppinn að sleppa við að fá dæmda á sig óíþróttamannslega villu.

– Síðari hálfleikur er hafinn og fyrstu stigin gerðu Grindvíkingar og minnkuðu muninn í 36-35.

– Guðmundur og Hallgrímur settu báðir hringlið niður og brostu breitt enda um glaðning að ræða fyrir vikið frá Iceland Express.

– Darrin Govens er með 19 stig fyrir Þór í hálfleik en J´Nathan Bullock er stigahæstur hjá Grindavík með 16 stig og 6 fráköst.

-Skotnýting liðanna í hálfleik:
Þór Þorlákshöfn: Tveggja 52,6%, þriggja 30,7% og víti 100%
Grindavík: Tveggja 57,1%, þriggja 22,2% og víti 75%

– Hálfleikur: 36-33 fyrir Þór í hálfleik! Blagoj Janev gerði tvo stóra þrista síðustu 30 sekúndurnar í fyrri hálfleik. Sá síðari kom þegar ein sekúnda var eftir af fyrri hálfleik. Þór vann annan leikhluta 21-13.

– 1.30mín eftir af öðrum: 28-31 fyrir Grindavík og Govens er kominn aftur inn í liði Þórsara.  

– 2.15mín eftir af öðrum: 26-29 fyrir Grindavík og lítið skorað í þessum öðrum leikhluta. Bæði lið fremur mistæk og nýtingin ekkert sérstökt en hart er barist, svo mikið er víst og menn eru að selja sig dýrt.

– 3.40mín eftir af öðrum: 26-25 fyrir Þór. Govens fær hvíld í Þórsliðinu og Þorsteinn Ragnarsson er kominn inn í hans stað. Eflaust vel þegin hvíld hjá Govens sem hefur spilað nánast hverja einustu sekúndu í þessum leikjum.

– Guðmundur Bragason og Hallgrímur Brynjólfsson verða í Iceland Express hringlinu í hálfleik. Ætti að verða forvitnilegt.

– 4.32mín eftir af öðrum: 24-24 aftur jafnar Govens og Grindvíkingar sem hafa verið æði mistækir síðustu mínútur taka leikhlé. 

– 6.20mín eftir af öðrum: 22-22… Govens jafnar fyrir þór með þrist.

– 8.36mín eftir af öðrum: 17-20 fyrir Grindavík… Grétar Ingi heldur á bekkinn en kappinn var rétt í þessu að fá sína þriðju villu.

– Fyrsta leikhluta lokið: 15-20 fyrir Grindavík. Bullock búinn að gera 11 af fyrstu 20 stigum Grindavíkur. Govens með 10 af 15 stigum Þórs í fyrsta leikhluta. Grindavík að vinna frákastabaráttuna 6-12 eftir fyrsta leikhluta. Þór er 5 af 10 í teignum og Grindavík er 6 af 12. 

– 31 sek eftir af fyrsta: 15-20 fyrir Grindavík, Govens að skora og fá villu að auki.

– 1.22mín eftir af fyrsta: 10-15 fyrir Grindavík. Grétar Ingi kemur full bráður af bekk heimamanna og er fljótur að næla sér í tvær villur. Bullock er að gera Þórsurum lífið leitt og ljóst að kappinn ætlar að eiga sterkara kvöld en í leik þrjú.

– 2.48mín eftir af fyrsta: 10-13 fyrir Grindvíkinga, 7-2 áhlaup Þórsara í gangi núna svo það er óhætt að segja að fyrsti leikhluti hafi sveiflast svolítið.

– 4.21mín eftir af fyrsta: Pettinella kominn inn fyrir Sigurð Þorsteins í Grindavíkurliðinu og staðan 8-13 fyrir Grindavík, Govens að skora fyrir heimamenn og fá villu að auki.

– 5.40mín eftir af fyrsta: 5-11 fyrir Grindavík, Govens að skora úr stökkskoti fyrir heimamenn eftir að Grindvíkingar tóku 11-0 rispu.

– 7.18mín eftir af fyrsta: 2-8 fyrir Grindavík. Heimamenn settu fyrstu stig leiksins úr þrist en Grindvíkingar eru á 8-0 áhlaupi þessa stundina.

– 8.49mín eftir af fyrsta: 3-2, Guðmundur Jónsson með fyrstu stig Þórs úr þriggja stiga skoti. Bullock og Guðmundur líka byrjaðir að dansa stóru stráka dansinn…ekki tomma gefin eftir.

– Uppkastið komið í loftið og leikur hafinn…

– Úrslit þriggja fyrstu leikjanna í seríunni:
Grindavík 93-89 Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn 64-79 Grindavík
Grindavík 91-98 Þór Þorlákshöfn

– Verið er að kynna liðin til leiks og desibilin í Glacial Höllinni nálgast hámark!

-Bakhjarlar Græna drekans fá hér þakklætisvott frá meðlimum stuðningsmannasveitarinnar en þau Laufey Ásgeirsdóttir og Heimir Guðmundsson eru í Þorlákshöfn ekki kölluð neitt annað en ,,kynforeldrar" Græna drekans. 

Byrjunarliðin:
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens, Guðmundur Jónsson, Darri Hilmarsson, Blagoj Janev og Joseph Henley.
Grindavík: Giordan Watson, Jóhann Árni Ólafsson, Þorleifur Ólafsson, J´Nathan Bullock og Sigurður G. Þorsteinsson. 

– Dómarar kvöldsins eru þeir Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Eftirlitsmaður er Pétur Hrafn Sigurðsson.

 
– Icelandic Glacial Höllin er að verða pökkuð og aldrei hafa fleiri mætt á völlinn í Þorlákshöfn þessa vertíðina. Gulir Grindvíkingar syngja hér baráttusöngva og Græni drekinn er byrjaður að ræskja sig. Þetta ætti að verða eitthvað! 
 
Joseph Henley tróð svakalega í upphafi fjórða leikhluta!
 
J´Nathan Bullock fór mikinn í fyrri hálfleik í liði Grindavíkur með 16 stig og 6 fráköst.
 
 Heimir Guðmundsson mættur á gólfið í Icelandic Glacial Höllinn hvar hann og Laufey fengu þakklætisvott frá meðlimum Græna drekans fyrir ómetanlegan stuðning.
Arnar Björnsson er mættur í Icelandic Glacial Höllina en hann og Svali Björgvinsson lýsa leiknum fyrir Stöð 2 Sport.
 
Fréttir
- Auglýsing -