spot_img
HomeFréttirMBC vann Pro A deildina

MBC vann Pro A deildina

Hörður Axel Vilhjálmsson varð um helgina meistari í þýsku Pro A deildinni þegar MBC lagði Kirchheim Knights í gær eftir að Kirchheim höfðu unnið fyrsta leikinn á föstudag. MBC var eina liðið sem kom upp úr Pro A deildinni þetta árið og inn í Bundesliguna.
Liðin mættust fyrst á föstudag þar sem Kirchheim hafði betur 88-82 og gekk lítið hjá Herði í þeim leik þar sem hann var án stiga eftir að hafa brennt af úr öllum sex skotunum sínum.
 
Í gær, sunnudag, mættust liðin á heimavelli MBC þar sem heimamenn höfðu betur 81-73 og unnu því úrslitin á stigamun en aðeins voru leiknir tveir leikir í úrslitum. Hörður gerði fjögur stig í leiknum og var með tvo stolna bolta.
 
MBC, eins og áður greinir, leikur því í Bundesligunni á næstu leiktíð en það er efsta deildin í Þýskalandi.
 
Mynd/ Matthias Kuch
 
  
Fréttir
- Auglýsing -