spot_img
HomeFréttirAðsent: Stenst ekki varðandi Evrópubúa innan ESB

Aðsent: Stenst ekki varðandi Evrópubúa innan ESB

Nú virðist sem það sé yfirvofandi að samþykkja reglu um takmörkun erlendra leikmanna í körfuboltanum á næsta keppnistímabili. Svo virðist vera að ekki séu öll félög sátt við þessa reglugerðarbreytingu og sýnist sitt hverjum, Ísfirðingar t.d. telja að þetta muni eyðileggja alla möguleika þeirra til að halda út liði sínu.
Undirritaður telur að þessi breyting svokölluð 2/3 regla að aðeins 2 leikmenn með erlent ríkisfang geti verið inná vellinum á sama tíma geti ekki staðist hvað varðar Evrópubúa innan ESB og muni ekki halda vatni ef grannt er skoðað. Bent skal á að allir íbúar evrópska efnahagssvæðisins hafa sama rétt til vinnu í hvaða landi innan þess sem þeir eru staddir, allt tal um annað er hreint mannréttindabrot. Þau lið sem ekki sætta sig við þessa nýju reglu munu væntanlega leita réttar síns enda alveg á hreinu að þau hafa hann sín megin hvað þetta varðar. Vonandi skoða forystumenn KKÍ þetta vel svo ekki verði allt logandi í kærumálum næsta keppnistímabil.
 
Körfuboltakveðja
Hilmar Hafsteinsson, Njarðvíkingur.
  
Fréttir
- Auglýsing -