spot_img
HomeFréttirU16 kvenna: Tilfinningin fyrir mótinu er góð

U16 kvenna: Tilfinningin fyrir mótinu er góð

Tómas Holton er þjálfari U16 ára landsliðs kvenna sem hefur síðustu ár átt undir högg að sækja á Norðurlandamótinu. Mótið hefst á miðvikudag í Solna í Svíþjóð og segir þjálfarinn að vonandi takist að vinna Norðmenn á þeirra eigin þjóðhátíðardegi, vangaveltur um hina leikina komist ekki að á meðan enda hafi U16 ára lið Íslands ekki unnið leik á mótinu síðan 2009.
Hverjar eru vonir og væntingar liðsins?
Ísland hefur ekki unnið leik í þessum flokki síðan 2009. Fyrsti leikur okkar er gegn Noregi, sem við höfum oft spilað jafna leiki við. Það er eini leikurinn sem skiptir máli í augnablikinu. Það er kominn tími til að vinna leik og vonandi tekst það gegn Noregi á þjóðhátíðardegi þeirra. Vangaveltur um hina leikina komast ekki að á meðan.
 
Hvernig æfingar hafi gengið?
Æfingar hafa gengið vel og við höfum spilað 3 æfingaleiki, einn við kvenna-,unglinga- og stúlknalið Njarðvíkur og tvo við U18 landsliðið. Við höfum lært ýmislegt af þessum leikjum og notað svo æfingarnar á milli til að fara yfir hlutina. Tilfinningin fyrir mótið er góð. Eina áhyggjuefnið eru meiðsl tveggja leikmanna, en við vonum það besta í sambandi við það.
 
Við hverju búist þið ytra og hvernig ætlið þið að leggja upp dæmið?
Við búumst við frábæru móti. Þar sem við búum á þessari eyju langt úti í hafi er erfitt fyrir okkur Íslendinga að spila eins marga landleiki og við vildum helst. Því er þetta Norðurlandamót svakalega stór viðburður fyrir yngri landsliðin okkar. Það hefur einkennt íslensk lið á þessu móti að baráttan og stemmingin hefur verið góð. Þannig ætlum við að mæta til leiks. Hvað leikskipulag varðar verðum við náttúrulega að spila góða liðsvörn og taka fráköst. Þar fyrir utan munum við reyna að stjórna hraðanum vel. Bruna fram þegar það hentar okkur, en hægja á leiknum á réttum tíma líka.
 
Leikir U16 ára liðsins í Svíþjóð:
 
Fimmtudagur 17. maí
Ísland-Noregur
 
Fimmtudagur 17. maí
Ísland-Danmörk
 
Föstudagur 18. maí
Ísland-Svíþjóð
 
Laugardagur 19. maí
Ísland-Finnland
 
U16 ára landslið Íslands sem fer til Svíþjóðar:
 
Bríet Sif Hinriksdóttir · Keflavík, 173 cm · bakvörður/framherji
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Hamar, 182 cm · framherji
Elínora Guðlaug Einarsdóttir · Keflavík, 170 cm · bakvörður
Elsa Rún Karlsdóttir · Valur, 188 cm · miðherji
Guðbjörg Ósk Einarsdóttir · Njarðvík, 164 cm · bakvörður
Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Njarðvík, 172 cm · bakvörður
Margrét Ósk Einarsdóttir · Valur, 172 cm · bakvörður /framherji
Nína Jenný Kristjánsdóttir · FSu, 189 cm · miðherji
Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík, 180 cm · framherji/miðherji
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík, 181 cm · bakvörður/framherji
Sólrún Inga Gísladóttir · Haukar, 176 cm · bakvörður/framherji
Sólrún Sæmundsdóttir · KR, 173 cm · bakvörður
 
Þjálfari: Tómas Holton
  
Fréttir
- Auglýsing -