spot_img
HomeFréttirSverrir Þór: Hittum ekki neitt

Sverrir Þór: Hittum ekki neitt

Ísland fékk skell áðan er kvennalandsliðið mætti Svíum á Norðurlandamótinu í Noregi. Karfan.is náði tali af Sverri Þór Sverrissyni þjálfara liðsins en íslenski hópurinn safnar nú kröftum eftir Svíaleikinn því það er slagur gegn Dönum framundan síðar í dag og þann leik ætla íslensku stelpurnar sér að taka.
,,Þetta var mjög erfitt, við stóðum í Svíum framan í annan leikhluta en svo stungu þær af. Við hittum ekki neitt en vorum að rúlla vel á mannskapnum með leikinn í kvöld í huga enda leggjum við allt kapp á Danaleikinn og ætlum að vinna hann," sagði Sverrir þegar Karfan.is náði tali af honum.
 
Aðspurður hvernig hann kynni við þetta ,,fjölliðamótafyrirkomulag" með meira en einn leik á dag sagði Sverrir: ,,Ég kann ekki vel við þetta, þetta er gríðarlega erfitt en ekkert við þessu að gera. Við getum ekki verið að spá mikið í þessu. Við bara dreifðum mínútum vel gegn Svíum en það er dapurt að spila landsleik og vera að passa það að leikmenn verði ekki þreyttir því það sé annar leikur sama dag. Hópurinn mætir samt ferskur í Danaleikinn í kvöld og við setjum allt á fullt gegn þeim."
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -