spot_img
HomeFréttirOddur heldur í Skagafjörðinn

Oddur heldur í Skagafjörðinn

Oddur Benediktsson, 23 ára Hvergerðingur, hefur verið ráðinn yngriflokkaþjálfari á næsta tímabili hjá Tindastól. Oddur er ungur og upprennandi þjálfari sem mun verða í miklu starfi hjá körfuknattleiksdeildinni. www.tindastoll.is greinir frá.
Á heimasíðu Stólanna segir ennfremur:
 
Oddur mun verða aðalþjálfari 8. 9. og 10. flokks drengja, sem allir taka þátt í Íslandsmótinu. Honum til aðstoðar verður Karl Jónsson. Auk þessa mun Oddur þjálfa míkróboltann og einhverja minniboltaflokka.
Með ráðningu Odds verður hægt að nýta betur æfingatíma fyrr á daginn en áður hefur verið og mun það létta á æfingatímum seinni partinn.
 
Oddur hefur síðustu árin þjálfað á Suðurlandi, hjá Laugdælum, Hrunamönnum og Hamri og hefur smám saman verið að afla sér reynslu og þekkingar og verið duglegur við að sækja námskeið og aðra möguleika á menntun.
 
Skrifað var undir samning við Odd fyrir helgina og á myndinni má sjá þá Eirík Loftsson formann unglingaráðs og Odd, handsala samninginn. Oddur mun hefja störf þann 1. september n.k.
 
www.tindastoll.is
  
Fréttir
- Auglýsing -