spot_img
HomeFréttirI want some nasty - Spurs taka 1-0 forystu gegn Oklahoma

I want some nasty – Spurs taka 1-0 forystu gegn Oklahoma

Úrslitaeinvígi San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder hófst á vesturströnd NBA deildarinnar í nótt. Spurs tóku 1-0 forystu með 101-98 sigri. Áður en fjórði leikhluti hófst bað Gregg Popovich þjálfari Spurs sína menn um að setja meira ,,nasty" í leikinn og það vantaði ekki í fjórða leikhlutann. Manu Ginobili kom sterkur af Spursbekknum í nótt með 26 stig á 34 mínútum og þá var hann einnig með 5 fráköst og 3 stoðsendingar.
Tony Parker bætti svo við 18 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum í liði Spurs en hjá Oklahoma var Kevin Durant með 27 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar. James Harden bætti svo við 19 stigum og 6 fráköstum hjá Oklahoma.
 
Annar leikurinn fer fram á þriðjudag og er einnig á heimavelli San Antonio.
 
Mynd/ Ginobili kom sterkur af bekknum hjá Spurs í nótt
 
  
Fréttir
- Auglýsing -