spot_img
HomeFréttirKörfuboltaskóli Marvins og Árna

Körfuboltaskóli Marvins og Árna

Körfuboltaskóli Marvins Valdimarssonar og Árna Ragnarssonar verður í fullum gangi í allt sumar fyrir börn á aldrinum 6-11 ára. Á námskeiðinu verður ekki bara mikil körfuboltakennsla því einnig verður farið í glæsilegan fimleikasal Stjörnunnar, farið í sundferð, útikörfubolta, grillaðar pylsur og margt fleira skemmtilegt. Skráning: [email protected]
Markmið búðanna er að börnin auki getu sína í körfubolta, auki hreyfigetu, sjálfstraust og áhuga á íþróttinni með hverju námskeiði sem þau sækja. Auk þess verður mikið lagt úr því að allir skemmti sér frábærlega á námskeiðinu.
 
Á hverju námskeiði munu verða fimm aðrir starfsmenn frá unglingaflokkum Stjörnunnar sem gerir okkur kleift að hafa sérmiðaðar æfingar eftir þörfum hvers og eins aldurshóps. Sumaræfingar þar sem börnin fá tækifæri til þess að æfa á hverjum degi eru líklegar til þess að skila virkilega miklu fyrir komandi ár. Við hvetjum því foreldra til þess að koma með ykkar leikmann á sem flest námskeið.
 
Körfuboltaskólin er fyrir alla. Börn frá öllum félögum. Byrjendur og lengra komna. Stelpur og stráka.
 
Aldur:
6-11 ára (2006-2001)
 
Námskeið 1: 11 – 15 júní
Námskeið 2: 18 – 22 júní
Námskeið 3: 25 – 29 júní
Námskeið 4: 2 – 6 júlí
Námskeið 5: 9 – 13 júlí
Námskeið 6: 16 – 20 Júlí
Námskeið 7: 23 – 27 Júlí
Námskeið 8: 30 júlí – 3 ágúst
Námskeið 9: 7- 10 ágúst (4.000)
Námskeið 10: 13 -17 ágúst
 
Tími
13:00-16:00
 
Staðsetning
Ásgarður – Stóri Salur
 
Yfirþjálfarar
Marvin Valdimarsson: GSM: 865-9286
Árni Ragnarsson: GSM: 690-2056
 
Verð:
Verð fyrir vikuna er kr. 5.000.- nema viku 9 þá er það 4.000.-
 
Einnig er hægt að fylgjast með á facebook síðu okkar:
http://www.facebook.com/KorfuboltaskoliStjornunnar  
Fréttir
- Auglýsing -