spot_img
HomeFréttirBlek á blað í Toyota-höllinni

Blek á blað í Toyota-höllinni

Sjö leikmenn skelltu bleki á blað í Keflavík í dag, allar af færibandinu sem gert hefur Keflvíkinga að sigursælasta kvennaliði þjóðarinnar og sú reyndasta, Bryndís Guðmundsdóttir, er komin heim á nýjan leik eftir stutta viðveru í Vesturbænum hjá KR.
Þeir leikmenn sem skrifuðu undir eru frá vinstri: Soffía Rún Skúladóttir, Lovísa Falsdóttir, Thelma Lind Ásgeirsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir, Katrín Fríða Jóhannsdóttir, Aníta Eva Viðarsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Með leikmönnunum á myndinni er þjálfarinn Sigurður Ingimundarson en hann tók við stýri kvennaliðsins af Fal Harðarsyni.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -