spot_img
HomeFréttirPálmi Freyr og Stefán Karel kvitta

Pálmi Freyr og Stefán Karel kvitta

Pálmi Freyr Sigurgeirsson fyrirliði og Stefán Karel Torfason, (bróðir Óla Torfa) kvittuðu undir 2ja ára samning hvor hjá Snæfelli í dag.
Á heimasíðu Snæfells segir:
 
Gríðalega ánægjulegt að sjá að Pálmi Freyr ætli sér lengri tíma í Hólminum en hann er löngu búinn að skjóta nokkrum rótum hér og er mikilvægur burðarás liðsins og ekki bara fyrir góða kunnáttu í Germönsku tungumáli. Pálmi var með 11.3 stig, 4.3 fráköst, 3.7 stoðsendingar og í allt 13.8 framlagsstig að meðaltali síðasta tímabil.
 
Stefán Karel Torfason er einn efnilegasti leikmaður yngri kynslóðarinnar og nýkominn heim af Norðurlandamóti U18 landsliðssins þar sem þeir tóku silfrið og er í landliðshópnum sem fer til Bosníu og leika í Sarajevo í byrjun ágúst á Evrópumótinu. Stefán kemur frá Þór Akureyri og var hann með 16.5 stig, 8.5 fráköst. 1.2 stoðsendingar og í allt 17.4 framlagsstig að meðaltali síðasta tímabil.
  
Fréttir
- Auglýsing -