Pálmi Freyr Sigurgeirsson fyrirliði og Stefán Karel Torfason, (bróðir Óla Torfa) kvittuðu undir 2ja ára samning hvor hjá Snæfelli í dag.
Á heimasíðu Snæfells segir:
Gríðalega ánægjulegt að sjá að Pálmi Freyr ætli sér lengri tíma í Hólminum en hann er löngu búinn að skjóta nokkrum rótum hér og er mikilvægur burðarás liðsins og ekki bara fyrir góða kunnáttu í Germönsku tungumáli. Pálmi var með 11.3 stig, 4.3 fráköst, 3.7 stoðsendingar og í allt 13.8 framlagsstig að meðaltali síðasta tímabil.
Stefán Karel Torfason er einn efnilegasti leikmaður yngri kynslóðarinnar og nýkominn heim af Norðurlandamóti U18 landsliðssins þar sem þeir tóku silfrið og er í landliðshópnum sem fer til Bosníu og leika í Sarajevo í byrjun ágúst á Evrópumótinu. Stefán kemur frá Þór Akureyri og var hann með 16.5 stig, 8.5 fráköst. 1.2 stoðsendingar og í allt 17.4 framlagsstig að meðaltali síðasta tímabil.