spot_img
HomeFréttirMiami og Oklahoma leika til úrslita

Miami og Oklahoma leika til úrslita

Miami Heat eru komnir í úrslit NBA deildarinnar eftir sigur á Boston Celtics í oddaleik liðanna á austurströndinni. Liðin mættust á heimavelli Miami þar sem lokatölur voru 101-88. LeBron James fór fyrir Miami með 31 stig og 12 fráköst en hjá Boston var Rajon Rondo með glæsilega þrennu, 22 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst.
Úrslitaeinvígið hefst aðfararnótt miðvikudags í næstu viku og Heat fá þá annað tækifæri á NBA meistaratitlinum eftir að liðið mátti horfa upp á Dallas Mavericks fagna þeim stóra á þeirra heimavelli á síðustu leiktíð. Miami þekkir það að leika til úrslita en Oklahoma City Thunder fer þangað í fyrsta sinn í sögu félagsins.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -