Á föstudaginn síðastliðinn fór fram Golfmót körfuknattleiksmanna í blíðskapar veðri á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þátttakan var ágæt á mótinu, sem fram fór í 15. sinn, en 48 kylfingar voru skráðir til leiks.
Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:
Úrslit án forgjafar:
1. Guðmundur Örn Árnason 37 punktar
2. Finnur Jónsson 31 punktur
3. Gísli Þór Sigurbergsson 28 punktar
Úrslit með forgjöf:
1. Ármann Markússon 37 punktar
2. Ingvar S. Jónsson 35 punktar
3. Rúnar S. Guðjónsson 35 punktar
4. Einar Þór Skarphéðinsson 35 punktar
5. Karín Herta Hafsteinsdóttir 35 punktar
Nándarverðlaun voru á fjórum holum:
2. hola: Ármann Markússon 122 cm
10. hola: Einar Þór Skarphéðinsson 91 cm
14. hola: Ríkharður Hrafnkelsson 34 cm
16. hola: Ingvar S. Jónsson 145 cm
Fjölmargir aðilar gáfu verðlaun til styrktar mótinu og voru það til að mynda VÍS, Góa og KFC, KKÍ, Gunnar Sverrisson ljósmyndari og Strendingur verkfræðistofa auk þess sem Ingvar Jónsson gaf veglegan bikar þar sem sá eldri hafði uppfyllt sínar skyldur og var útfylltur og færir mótanefnd mótsins þessum aðilum bestu þakkir fyrir.
Frétt af www.kki.is