spot_img
HomeFréttirBorce tekur við Blikum - samið við lykilleikmenn

Borce tekur við Blikum – samið við lykilleikmenn

Borce Ilievski hefur tekið við Breiðablik í 1. deild karla og mun stýra liðnu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á breidablik.is en Borce þjálfaði síðast meistaraflokk Tindastóls í úrvalsdeild karla en lét af störfum þegar skammt var liðið af síðasta tímabili. Í frétt Blika segir einnig að Borce muni þjálfa yngri flokka hjá félaginu.
Enn fremur segir á heimasíðu Blika:
 
Að auki hefur stjórnin samið við tvo máttarstólpa meistaraflokks karla þá Þorstein Gunnlaugsson fyrirliða liðsins frá síðustu leiktíð og Atla Örn Gunnarsson en þeir Atli og Þorsteinn hafa spilað fyrir Breiðablik undanfarin ár og skipa mjög mikilvægan sess í liðinu.
 
Mynd er því að komast á meistaraflokkinn en undirbúningur fyrir leiktíðina hófst í byrjun júni með metnaðarfullu styrktar og snerpuþjálfunar prógrammi en deildin samdi við Helga Jónas Guðfinnsson hjá Styrktarþjálfun.is varðandi líkamsþjálfun fyrir báða meistaraflokka félagsins.?Það má því ljóst vera að körfuknattleiksdeild Breiðabliks mun koma inn í leiktíðina með háleit markmið sem byggð eru í kringum lykilleikmenn síðustu leiktíðar ásamt því að vera byggja upp öflugan hóp leikmanna uppöldum í Breiðablik.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -